Þjónusta

Athugasemdalistar

Við úttektir eldvarnareftirlits fá byggingaaðilar eða eigendur húsnæðis oft í hendur athugasemdalista. Protak tekur að sér listann og gerir bæði verk- og kostnaðaráætlun í samráði við tengilið hjá viðskiptavininum. Protak ber síðan verkáætlunina undir brunaeftirlitið til samþykkis. Ferlið er unnið er í nánu samstarfi við eldvarnareftirlit, Brunamálastofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Þegar áætlun hefur verið samþykkt af bæði bygginga- og eftirlistaðilum sér Protak um að framfylgja henni.

Heildarlausn í brunavörnum

Protak býður upp á allt það sem tengist brunavörnum á einum stað. Þetta getur fyrirtækið í gegnum samstarf við leiðandi aðila í sölu á vörum til brunavarna.
Lausnir sem hæfa hverju verki

Við leiðbeinum með val á efni og aðferð eftir eðli verka og leggjum metnað okkar í að þjóna viðskiptavinum okkar.

Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir og má skipta þeim í tvo flokka:

1 . Hita- og hljóðeinangrun

Þar er kvoðukenndu efni (ICC K-13, ICC SonaSpray, ICC SonaCoat) sprautað með háþrýstibúnaði og hefur þessi aðferð reynst vel m.a. fyrir:
Loft á bílskúrum eða bílskýlum
Loft og veggir á stálgrindarhúsum, lagerhúsnæði og slíku
Loftræstistokkar
Hljóðver, leikhús og hýbýli (þá er farin seinni umferð með fínni áferð)

2. Eldvarnir

Hér er um að ræða annars vegar að innsigla brunahólf með plötum, múrefnum og þéttiefnum s.s. púðum, fyllingum, lo.fl. Hins vegar er verið að eldverja stálbita og rör með klæðningu, málningu, plötum o.s.fr. Mest áhersla hefur verið lögð á:
Íþróttamannvirki
Atvinnuhúsnæði og skemmur
Skrifstofubyggingar

Öll efni og vinnuaðferðir er vottuð af Brunamálastofnun og eldvarnareftirliti.

/p