K13 Mælingar

Skjöl fyrir mælingahljóðdempun.

K-13 25 mm þykkt

K -13 “standard”, grófasta áferðin
K-13 “special”, fínni áferð
Sonaspray “fc” fíngerðasta áferðin

  • Hljóðdeyfandi yfirborðsefni án samskeyta á loft og veggi.
  • Hægt er að sprauta K-13 á nánast hvaða yfirborð sem er, hvort sem um er að ræða pússningu, steinsteypu, gifsplötur, stál, tré, gler eða aðrar gerðir af algengustu byggingarefnum.
  • K-13 er fáanlegt í nánast öllum litum en staðlaðir litir eru; hvítur, grár, ljósgrár, drapplitað, gulbrúnt og svart
  • K-13 er eldvörn í 1. flokki og þarfnast ekki viðbótar burðarefna
  • Úðun á K-13 er mjög fljótleg og sparar tíma.
  • Hljóðdeyfandi yfirborðsefni byggt á sellulósa trefjum, er úðað á fletina og aðlagað að sértækum þörfum.
  • Hægt að sprauta í einni umferð allt að 75mm án stuðnings.

Brunavörn
Class 1 to BS 476 part 7
Class 0 to BS 476 part 6
EN ISO 11925-2:2002 (E)
Samþykkt af Brunamálastofnun sem brunavörn í flokki 1.

Einangrun
K -13 einangrar með því að mynda lokuð loftrými á milli og inn í holum trefjunum, einangrunargildi; 0.032 W/(mK), efnið er létt u.þ.b. 50 kg/m3

Stjórnun rakaþéttingar
K-13 hjálpar til við stjórnun rakaþéttingar á svæðum eins og innanhússundlaugum, skautasvæðum og bílageymslum. Viðeigandi loftræsting þarf að vera til staðar og í samspili við hana hindrar K-13 rakaþéttingu á málmi, steypu eða öðru yfirborði.

Ending og viðhald
Efnið hefur áratuga endingu en límið sem notað er við úðun K-13 myndar endingargóða og sterka viðloðun, þetta gefur einstæða endingu og stöðuleika. Hægt er að fjarlægja ryk og önnur óhreinindi með ryksugu og mjúkum burstahaus. Hægt er að fríska upp á útlit lofta með því að úða yfir með vatnsmálningu, einnig léttri yfirferð K-13 í æskilegum lit eða Protek -13 yfirefni.

Hvar má að nota K-13?
K-13 hefur reynst vel í hvaða rými eða byggingu þar sem hljóð endurkastast í miklum mæli og skapar þannig óþægilegt hljóðumhverfi. K-13 er einstök lausn á hljóðvandamálum og gefur þægilegan hljómburð á skrifstofum, veitingastöðum, opnum rýmum, móttökusvæðum, íþróttahúsum, kirkjum, hótelum, kvikmyndahúsum, almennum svæðum , flugvöllum, prentsmiðjum og vöruhúsum

Það sem K-13 hefur upp á að bjóða:

  •  Val um áferð og liti
  •  Framúrskarandi hljóðdeyfingu
  •   Eldvörn í hæsta gæðaflokki
  •   Hægt er að bera á næstum hvaða yfirborð eða byggingarefni sem er
  •   Er náttúrulegt og hreint, umhverfisvæn framleiðsla
  •   Efnið er létt og myndar ekki aukið álag á burðarvirki
  •   Einstaklega fljótlegt að vinna
  •   K-13 er framleitt undir ISO 9002 gæðastöðlum