Fyrirtækið

Það sem einkennir okkur:

▪ Alhliða lausnir í eldvörnum
▪ Efni í hæsta gæðaflokki
▪ Afar hagstæð verð
▪ Unnið hratt og vel
▪ Snyrtilegur frágangur
▪ Umhverfisvæn efni

Starfsmenn Protak hafa hlotið þjálfun í meðferð þeirra efna og búnaðar sem fyrirtækið notar. Að sjálfsögðu uppfylla allar vörur Protak íslenska staðla um eldvarnir og eru samþykktar af Brunamálastofnun.

Við úttektir eldvarnareftirlits fá byggingaaðilar eða eigendur húsnæðis oft í hendur athugasemdalista. Protak tekur að sér listann og gerir bæði verk- og kostnaðaráætlun í samráði við tengilið hjá viðskiptavininum. Protak ber síðan verkáætlunina undir brunaeftirlitið til samþykkis. Ferlið er unnið er í nánu samstarfi við eldvarnareftirlit, Brunamálastofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Þegar áætlun hefur verið samþykkt af bæði bygginga- og eftirlistaðilum sér Protak um að framfylgja henni.